Sunday, December 17, 2006

Dagur 14

Dadadadamm! Vigtun í fyrramálið!

Vonandi verður árangurinn einhver. Ég fékk mér samt í glas á föstudagskvöldið. Það voru litlu jól á báðum vinnustöðunum og ég get ekki beint sagt að ég sjái eftir því að hafa djammað, þetta var alveg svakalega gaman! Ég passaði mig samt á því að borða grænmetið mitt áður en ég lagði af stað í matinn og vigtaði hamborgarhrygginn bara með augunum, spurning hversu nákvæm ég var. En það er bara svona.
Þegar ég lagði upp í þetta núna í byrjun desember þá vissi ég vel að það yrði farið út af sporinu af og til en í stað þess að geyma það að byrja þar til eftir jól og borða á mig fleiri kíló, þá ákvað ég að byrja bara strax í þeirri von að í versta falli kæmi ég út á sléttu. Það er nú samt bara þannig að ég hef ekki nokkurn áhuga á því að borða á mig aftur þessi 2,5 kg. sem fóru í síðustu viku svo það verður ekkert svona "sukk yfir sjónvarpinu" eða svoleiðis. Ég held mínu striki, fer í þau jólaboð sem ég þarf að fara í og borða það sem er þar í boði en borða það með skynsemi. Ég held ég geti það alveg.

Enívei... ætla að fara að gera eitthvað!

Ég er SneakerPimp og ég elska egg ofan á brauð!

No comments: