Tuesday, January 16, 2007

Dagur... ööö... eitthvað!

Jæja, ég er ekki enn komin með tölvu heima svo ég stelst áfram í vinnunni (sem er ekki hægt mjög oft). Í síðustu viku stóð allt í stað enn en núna er hún farin að síga niður á við. Ég er búin að vera alveg hrikalega dugleg og það gengur bara mjög vel!

Mínus eitt kg. og þá eru þau orðin fimm! 5! FIMM!

Ég held ótrauð áfram, þetta er bara gaman!

Monday, January 8, 2007

Dagur 37

Eep! Er að stelast til að blogga á síðustu mínútunum í vinnunni! Tölvan mín heima vill bara ekki opna fjandans blogger! Orðin frekar pirruð á þessu.

EN! Það gengur alveg glimrandi vel, vigtun á morgun og vonandi, já VONANDI! hefur vigtin hreyfst eitthvað niður á við. Búin að standa kyrfilega föst á sama stað öll jólin. Kannski tekur bara smá tíma að ná brennslunni almennilega í gang. Ég örvænti ekki ef hún hefur ekki hreyfst heldur hlakka bara til næstu viku, þá skal hún sko hafa hreyfst =)

Ég er enn að reyna að stilla mig af hvað varðar tímann milli morgunverðar og hádegisverðar og svo hádegis- og kvöldverðar. Ég á það til að verða allt í einu svöng um kl. 11 og aftur um kl. 15/16 og þá líður mér eins og ég VERÐI að fá mat einn tveir og tíu. Ég bakaði kanilsnúða sem ég á til hérna í frystinum og get gripið í ef mig svengir skyndilega og í kaffitímanum fæ ég mér stóran ávaxtasjeik með AB-mjólk og þá er ég nokkuð góð. Það þýðir einfaldlega ekkert hjá mér að fá mér eintóma jógúrt í kaffinu, verð ekkert södd af henni, held að hún renni beint í gegnum mig.

En! Búin í vinnunni og skólinn að byrja aftur eftir jólafrí... gaman gaman.

Ég er SneakerPimp og ég er dugleg að drekka vatn!