Tuesday, January 16, 2007

Dagur... ööö... eitthvað!

Jæja, ég er ekki enn komin með tölvu heima svo ég stelst áfram í vinnunni (sem er ekki hægt mjög oft). Í síðustu viku stóð allt í stað enn en núna er hún farin að síga niður á við. Ég er búin að vera alveg hrikalega dugleg og það gengur bara mjög vel!

Mínus eitt kg. og þá eru þau orðin fimm! 5! FIMM!

Ég held ótrauð áfram, þetta er bara gaman!

Monday, January 8, 2007

Dagur 37

Eep! Er að stelast til að blogga á síðustu mínútunum í vinnunni! Tölvan mín heima vill bara ekki opna fjandans blogger! Orðin frekar pirruð á þessu.

EN! Það gengur alveg glimrandi vel, vigtun á morgun og vonandi, já VONANDI! hefur vigtin hreyfst eitthvað niður á við. Búin að standa kyrfilega föst á sama stað öll jólin. Kannski tekur bara smá tíma að ná brennslunni almennilega í gang. Ég örvænti ekki ef hún hefur ekki hreyfst heldur hlakka bara til næstu viku, þá skal hún sko hafa hreyfst =)

Ég er enn að reyna að stilla mig af hvað varðar tímann milli morgunverðar og hádegisverðar og svo hádegis- og kvöldverðar. Ég á það til að verða allt í einu svöng um kl. 11 og aftur um kl. 15/16 og þá líður mér eins og ég VERÐI að fá mat einn tveir og tíu. Ég bakaði kanilsnúða sem ég á til hérna í frystinum og get gripið í ef mig svengir skyndilega og í kaffitímanum fæ ég mér stóran ávaxtasjeik með AB-mjólk og þá er ég nokkuð góð. Það þýðir einfaldlega ekkert hjá mér að fá mér eintóma jógúrt í kaffinu, verð ekkert södd af henni, held að hún renni beint í gegnum mig.

En! Búin í vinnunni og skólinn að byrja aftur eftir jólafrí... gaman gaman.

Ég er SneakerPimp og ég er dugleg að drekka vatn!

Sunday, December 31, 2006

Dagur 29

Trallalae!

Enn stendur allt i stad sem er eflaust bara fint midad vid ad tad eru jolin. Eg hef samt verid ad borda graenmetid mjog reglusamlega en tad er kannski eitt og annad sem slaedist med sem a ad sleppa, t.d. bjorinn! O sei sei, thetta verdur leidrett.

Annars fekk eg fullt af ysu um daginn og loksins var til almennilegur lax i bonus! Tad er bara buinn ad vera til marineradur lax i einhverri smjor drullu. Keyti mer lika hreindyrakjot med mjog lagri fituprosentu svo sa eg ad tad var haegt ad kaupa eitthvad danskt hakk med 3 til 5 % fitu. Kiki kannski a tad vid taekifaeri. Annars er eg ekki mikid fyrir rautt kjot.

Ja og ef einhver skyldi vera ad velta tvi fyrir ser, ta var verid ad formatta tolvuna mina og tad virdist hafa gleymst ad stilla lyklabordid ad islensku... bleh

Eg er SneakerPimp og eg er ringlud!

Monday, December 25, 2006

Dagur 22

Allt stendur í stað... enda varla við öðru að búast. Jæks...

Tuesday, December 19, 2006

Dagur 16

Vigtin sagði -1,5 kg. í gærmorgun. Hafði ekki tíma til að blogga svo ég uppfærði ekkert.

Jólastússið er algjörlega í hámarki! Ég hef ábyggilega brennt allmörgum kaloríum áðan við að hreingera eldhúsið!

Ég er SneakerPimp og ég er með BMI 40,1 (-0,6 síðan síðast og -1,4 í heildina!)

Sunday, December 17, 2006

Dagur 14

Dadadadamm! Vigtun í fyrramálið!

Vonandi verður árangurinn einhver. Ég fékk mér samt í glas á föstudagskvöldið. Það voru litlu jól á báðum vinnustöðunum og ég get ekki beint sagt að ég sjái eftir því að hafa djammað, þetta var alveg svakalega gaman! Ég passaði mig samt á því að borða grænmetið mitt áður en ég lagði af stað í matinn og vigtaði hamborgarhrygginn bara með augunum, spurning hversu nákvæm ég var. En það er bara svona.
Þegar ég lagði upp í þetta núna í byrjun desember þá vissi ég vel að það yrði farið út af sporinu af og til en í stað þess að geyma það að byrja þar til eftir jól og borða á mig fleiri kíló, þá ákvað ég að byrja bara strax í þeirri von að í versta falli kæmi ég út á sléttu. Það er nú samt bara þannig að ég hef ekki nokkurn áhuga á því að borða á mig aftur þessi 2,5 kg. sem fóru í síðustu viku svo það verður ekkert svona "sukk yfir sjónvarpinu" eða svoleiðis. Ég held mínu striki, fer í þau jólaboð sem ég þarf að fara í og borða það sem er þar í boði en borða það með skynsemi. Ég held ég geti það alveg.

Enívei... ætla að fara að gera eitthvað!

Ég er SneakerPimp og ég elska egg ofan á brauð!

Thursday, December 14, 2006

Dagur 11

Jæja, það gengur allt vel ennþá. Mér finnst ég sjá mikinn mun á fótleggjunum og við ökklana. Ég hef alltaf verið bjúgsækin og þetta aukavatn virðist hafa runnið af mér. Einnig sá ég greinilega í gærkvöld að ég var aðeins magaminni. Ég fór á kaffihús og ákvað að vera svolítið fín og sá að bolurinn passaði mér betur yfir magann heldur en hann gerði síðast þegar ég fór í hann. Ekki slæmt. Í ljósi þessa ákvað ég að taka mál af mér til þess að geta séð árangurinn á prenti.


Brjóst - yfir-----------123
Brjóst - undir--------104
Magi------------------121
Mjaðmir--------------130
H-læri-----------------78
V-læri-----------------77
H-kálfi----------------49,5
V-kálfi----------------50
H-upphandleggur---41
V-upphandleggur---40,5
-------------------------------
samtals ---------------754

Jæks... jæja, maður verður bara að taka þessu.

En, eitt að lokum. Ég er komin í vigtarklúbb. Það eru nokkrar ýturvaxnar meyjar sem hittast vikulega (að ég held) og vigta sig. Það verður ágætt að vera með í svona hóp þar sem engir eru DDV fundirnir hérna fyrir vestan og ég hef ekki efni á fjarnámi. Ég verð bara að notast við bloggið, spjallið og svo þennan hóp. Þær eru nú ekki á Danska kúrnum held ég, en eru að reyna að halda í við sig. Það verður spennandi að sjá hvort Danski rústar þessu ekki bara :D

Ég er SneakerPimp og Blogger er að gera mig klikk! +*#$%&!!!

Leiter...