Sunday, December 31, 2006

Dagur 29

Trallalae!

Enn stendur allt i stad sem er eflaust bara fint midad vid ad tad eru jolin. Eg hef samt verid ad borda graenmetid mjog reglusamlega en tad er kannski eitt og annad sem slaedist med sem a ad sleppa, t.d. bjorinn! O sei sei, thetta verdur leidrett.

Annars fekk eg fullt af ysu um daginn og loksins var til almennilegur lax i bonus! Tad er bara buinn ad vera til marineradur lax i einhverri smjor drullu. Keyti mer lika hreindyrakjot med mjog lagri fituprosentu svo sa eg ad tad var haegt ad kaupa eitthvad danskt hakk med 3 til 5 % fitu. Kiki kannski a tad vid taekifaeri. Annars er eg ekki mikid fyrir rautt kjot.

Ja og ef einhver skyldi vera ad velta tvi fyrir ser, ta var verid ad formatta tolvuna mina og tad virdist hafa gleymst ad stilla lyklabordid ad islensku... bleh

Eg er SneakerPimp og eg er ringlud!

Monday, December 25, 2006

Dagur 22

Allt stendur í stað... enda varla við öðru að búast. Jæks...

Tuesday, December 19, 2006

Dagur 16

Vigtin sagði -1,5 kg. í gærmorgun. Hafði ekki tíma til að blogga svo ég uppfærði ekkert.

Jólastússið er algjörlega í hámarki! Ég hef ábyggilega brennt allmörgum kaloríum áðan við að hreingera eldhúsið!

Ég er SneakerPimp og ég er með BMI 40,1 (-0,6 síðan síðast og -1,4 í heildina!)

Sunday, December 17, 2006

Dagur 14

Dadadadamm! Vigtun í fyrramálið!

Vonandi verður árangurinn einhver. Ég fékk mér samt í glas á föstudagskvöldið. Það voru litlu jól á báðum vinnustöðunum og ég get ekki beint sagt að ég sjái eftir því að hafa djammað, þetta var alveg svakalega gaman! Ég passaði mig samt á því að borða grænmetið mitt áður en ég lagði af stað í matinn og vigtaði hamborgarhrygginn bara með augunum, spurning hversu nákvæm ég var. En það er bara svona.
Þegar ég lagði upp í þetta núna í byrjun desember þá vissi ég vel að það yrði farið út af sporinu af og til en í stað þess að geyma það að byrja þar til eftir jól og borða á mig fleiri kíló, þá ákvað ég að byrja bara strax í þeirri von að í versta falli kæmi ég út á sléttu. Það er nú samt bara þannig að ég hef ekki nokkurn áhuga á því að borða á mig aftur þessi 2,5 kg. sem fóru í síðustu viku svo það verður ekkert svona "sukk yfir sjónvarpinu" eða svoleiðis. Ég held mínu striki, fer í þau jólaboð sem ég þarf að fara í og borða það sem er þar í boði en borða það með skynsemi. Ég held ég geti það alveg.

Enívei... ætla að fara að gera eitthvað!

Ég er SneakerPimp og ég elska egg ofan á brauð!

Thursday, December 14, 2006

Dagur 11

Jæja, það gengur allt vel ennþá. Mér finnst ég sjá mikinn mun á fótleggjunum og við ökklana. Ég hef alltaf verið bjúgsækin og þetta aukavatn virðist hafa runnið af mér. Einnig sá ég greinilega í gærkvöld að ég var aðeins magaminni. Ég fór á kaffihús og ákvað að vera svolítið fín og sá að bolurinn passaði mér betur yfir magann heldur en hann gerði síðast þegar ég fór í hann. Ekki slæmt. Í ljósi þessa ákvað ég að taka mál af mér til þess að geta séð árangurinn á prenti.


Brjóst - yfir-----------123
Brjóst - undir--------104
Magi------------------121
Mjaðmir--------------130
H-læri-----------------78
V-læri-----------------77
H-kálfi----------------49,5
V-kálfi----------------50
H-upphandleggur---41
V-upphandleggur---40,5
-------------------------------
samtals ---------------754

Jæks... jæja, maður verður bara að taka þessu.

En, eitt að lokum. Ég er komin í vigtarklúbb. Það eru nokkrar ýturvaxnar meyjar sem hittast vikulega (að ég held) og vigta sig. Það verður ágætt að vera með í svona hóp þar sem engir eru DDV fundirnir hérna fyrir vestan og ég hef ekki efni á fjarnámi. Ég verð bara að notast við bloggið, spjallið og svo þennan hóp. Þær eru nú ekki á Danska kúrnum held ég, en eru að reyna að halda í við sig. Það verður spennandi að sjá hvort Danski rústar þessu ekki bara :D

Ég er SneakerPimp og Blogger er að gera mig klikk! +*#$%&!!!

Leiter...

Monday, December 11, 2006

Dagur 8

Kveldið, kveldið...

Þá var vigtun í morgun. Það voru 2,5 kg. farin og ég held að það sé bara ágætt miðað við það að ég er búin að taka frekar mikið af lyfjum í vikunni og fór á jólahlaðborð (þar sem ég borðaði mjög skynsamlega).

Annars hef ég aðeins verið að skoða mig um á http://www.matarvefurinn.is/ og það er eiginlega frekar skemmtilegt að reikna út hvað ég borða margar hitaeiningar yfir daginn. Það er ótrúlegt hvað útkoman er alltaf lág þó mér finnist ég alltaf vera borðandi og alltaf pakksödd!

T.d. í dag, þá borðaði ég tvær fiskmáltíðir, einn skammt af soðnu grænmeti og einn af hráu, skipti út einum ávexti fyrir kartöflur og mjólkurskammturinn var 3/5 súrmjólk og 2/5 sýrður rjómi. Heildarfjöldi hitaeininga: 1286 kkal

Annars var ég búin að setja mér eitt langtímamarkmið: -25 kg. fyrir 1 júlí 2007

Annars er skammtímamarkmiðið enn að vera laus við 5 kg. fyrir afmælið mitt um miðjan janúar. Þó ég sé búin með helming þess núna og meira en mánuður í afmælið, þá veit ég að ég á eftir að fá mér einhverja bannvöru um jólin. Það verður þó séð til þess að hún verði í algjöru hófi! Ég ætla að passa mig á því að borða fisk hérna heima í jólavikunni því ég veit að ég kem til með að borða kjöt í jólaboðunum tveimur. Þá ætla ég líka að passa upp á ávaxta og grænmetisskammtana sem og mjólkina. Ef það fer hins vegar svo að þessi 5 kg. fari fyrr þá verður það bara gleðilegt.

Ég er SneakerPimp og er með BMI 40,7 (-0,8!)

Friday, December 8, 2006

Dagur 5, kæri Jóli

Það er nú mesta furða hvað það gengur vel. Ég hélt að þetta yrði erfiðara. Ég hef reyndar svo góðan tíma í þetta þar sem ég er búin að vera heima í viku og verð heima í amk viku í viðbót. Ég fór í röntgen áðan og sem betur fer er ég ekki mjaðmagrindarbrotin (enda hefði ég þá örugglega farið fyrr til læknis) en í staðinn er ég mjög illa tognuð með innvortis mar í mjöðminni. Einhversstaðar heyrði ég að það sé verra að togna en brotna og ég er ekki frá því að það sé satt. Ég hef brotnað og man ekki til þess að það hafi verið svona óbærilega vont. Síðasta nótt var jafnslæm og fyrsta nóttin eftir að ég datt. Ég svaf ekki dúr, bara engdist og emjaði af kvölum. Það er svoleiðis núna líka en ég reyni að bíta á jaxlinn. Ég er rétt svo rólfær (ekki einu sinni þvottahússfær) svo ég býst ekki við því að hreyfingin komi inn hjá mér neitt á næstunni.
Ætla að henda mér inn í rúm, það virðist sem ég sé ekki einu sinni í standi til að sitja. :(

Ég er SneakerPimp og ég er hrakfallabálkur.

Wednesday, December 6, 2006

Dagur 3, kæri Jóli

Jæja, so far so good.

Ég er bara að standa mig ágætlega. Reyndar gat ég ekki klárað hádegismatinn í gær. Ég gerði baunapottrétt og setti í hann zucchini. Mikið óskaplega var það slepjulegt! Pottrétturinn var ágætlega bragðgóður en þetta zucchini (kúrbítur) skemmdi alveg fyrir mér matarlystina. Ég kláraði bara brauðið mitt og vatnið og fékk mér jógúrt á eftir. Ég var voða hrædd um að ég yrði allt of svöng allt of snemma en það var nú ekki. Ég fékk mér bara banana á meðan ég eldaði kvöldmatinn og borðaði svo dýrindis lax með ofnbökuðum rófum og sveppa- og hvítlaukssósu úr sýrðum rjóma.

Þá aðeins að freistingum; það var súkkulaði í kaffistofunni í morgun. Ég fékk mér auðvitað ekki! Ég gat einhvern veginn lokað á það að samstarfsfólkið væri að maula súkkulaði (örugglega svaaakalega gott súkkulaði) og drakk bara vatn í staðinn. Enda var ég ekkert svöng og mig langaði ekki í neitt.

Í dag er þriðji sykurlausi dagurinn og ég hef voða lítið fundið fyrir því að mig vanti sykur. Kannski á það eftir að koma? Vonandi ekki.

Ef mig langar í eitthvað sætt þá geri ég bara þennan:

Berjakrap með vanillusósu

100 gr. frosin skógarber, sett í blandara
vatn látið fljóta yfir
dass af sætuefni (ekki of mikið)
25 gr. sýrður rjómi 10%

Allt blandað vel og vandlega þar til þetta verður eins og krap-ís.

Sósan:
25 gr. sýrður rjómi 10%
4 vanilludropar (DDV)
2 rjómadropar (DDV)
vanillukorn á hnífsoddi (DDV)
smakkað til með sætuefni

Allt hrært saman og hellt yfir berjakrapið. Borðað strax!

1 ávaxtakross
1 mjólkurkross
-----

Ég er SneakerPimp og ég er með BMI 41,5

Monday, December 4, 2006

Dagur 1, kæri Jóli

Þessi fjandans Blogger virkar aldrei! Hlýtur að vera illa við mig. Ég er búin að reyna að koma færslu hérna inn í allan morgun! Urg!

Ég er a.m.k. byrjuð og so far so good. Ég ætla að taka danska kúrinn á þetta. Það gekk vel síðast en ég var auðvitað með aumingjaskap og hætti fljótlega eftir að fundirnir hættu. Ble.

Fyrsta markmið:

Vera búin að missa 5 kg. fyrir afmælið mitt sem er um miðjan janúar.

Hugleiðing dagsins:

Það er svo auðvelt að láta vigtina skríða niður. Þú þarft bara að ákveða að hún geri það, sjá það fyrir þér og þá gerist það! Ekkert í heiminum er auðveldara!

Ég er SneakerPimp og ég er sykurfíkill.


Sunday, December 3, 2006

GRR!

Ég get þetta ekki lengur. Ég er gjörsamlega komin með nóg af þessum fjanda, fjandans aukakílóum!

Ég segi þeim stríð á hendur og hefst fyrsta orrusta á morgun, 4. desember 2006. Ég hef hafið þær allt of margar, orrusturnar, og tapað þeim öllum. Nú er það ekki málið að aukakílóin vinni orrusturnar heldur fara þau að verða búin að vinna stríðið. Sem sagt, ef ég losna ekki við þau, dey ég fyrir aldur fram.

Ég er kölluð SneakerPimp, 25 ára og ég er 120 kíló.